Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425294908.03

    Uppistand og tjáning
    ÍSLE2UT05
    40
    íslenska
    Munnleg tjáning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur eru þjálfaðir í að semja efni til flutnings og koma því á framfæri. Áhersla er lögð á skapandi skrif, frumkvæði, skýra og blæbrigðaríka framsögn.
    Lágmark 7 á grunnskólaprófi eða ÍSLE1DE05/ÍSEL1LR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum íslensks talmáls sem nýtast í ræðu og riti
    • muninum á góðum og slæmum rökum
    • helstu stílbrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun
    • koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • nota stílbrögð á árangursríkan hátt
    • flytja af nokkru öryggi eigið efni; uppistand, ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknu efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja eigið uppistand
    • ná athygli áheyrenda og halda henni
    • beita skýru og blæbrigðaríku máli
    • koma sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri á áhrifaríkan hátt
    Símat/leiðsagnarmat