Lögð er áhersla á menningu víkinga.
Nemendur kynnast menningu og menningarheimi víkingaaldar með ýmiskonar verkefnavinnu, verklegri, munnlegri og skriflegri. Farið er fram á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Bókmenntir/ritun: Nemendur lesa Snorra-Eddu, sögu eða kafla úr fornum sögum, ljóð frá víkingatímanum og vinna verkefni. Nemendur kynna sér ýmis verk listamanna sem unnin hafa verið út frá menningu víkinga.
Málnotkun: Nemendur kynnast ýmsum breytingum sem orðið hafa á íslenskunni.
Verkmenning og þjóðfélag: Nemendur kynnast þjóðfélagi víkingatímans og velja sér einn þátt til ýtarlegrar rannsóknar.
Framsögn: Nemendur kynna niðurstöður sínar. Gert er ráð fyrir að allir nemendur taki þátt í umræðum og geti rökstutt mál sitt.
Lágmark 7 á grunnskólaprófi eða ÍSLE1DE05/ÍSLE1LR05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
bókmenntum frá víkingaöldinni í lausu og bundnu máli
siðferðislegum gildum víkingatímans
trúarbrögðum víkinga
verkmenningu og verklagi víkinga
hvernig þessi arfur frá víkingaöld skilar sér inn í menningu og listir í nútímanum
orðaforða víkingatímans og ýmsum breytingum sem orðið hafa til nútímans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til gagns bókmenntaverk frá víkingatímanum
lesa sér til gagns fræðitexta um víkingatímann og menningu hans
beita gagnrýninni hugsun við vinnslu verkefna þar sem skoðanir hans koma fram
nota á markvissan hátt viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og tengja við eigin skoðanir
flytja af nokkru öryggi mál sitt frammi fyrir hópi fólks
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna skapandi verkefni í tengslum við menningu og þjóðfélag víkingatímans
greina þær breytingar í máli sem orðið hafa frá ýmsum textum sem til eru frá víkingatímanum til nútímamáls
beita skýru og lýtalausu máli í ræðu og riti
taka þátt í málaefnalegum umræðum og byggja upp skýra röksemdafærslu
tjá afstöðu og efasemdir um efni og komast að niðurstöðu
túlka bókmenntexta og kafa undir undir yfirborð hans
Fjölbreytt námsmat sem byggir á prófum og verkefnum.