Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425376541.66

    Lokaverkefni brautar
    LOVE3SR05
    1
    Lokaverkefni
    rannsóknaraðferðir, sjálfstæð vinnubrögð
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í áfanganum vinnur nemandi á síðasta námsári lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu á námssviði/sérgrein hans. Áfanginn gefur möguleika á þverfaglegu samstarfi, þó er gert ráð fyrir að nemandinn velji efni tengt sinni braut. Nemandinn fær kennslu í helstu aðferðum rannsókna og þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við vinnslu og frágang verkefna. Krafist er vitsmunalegrar og verklegrar leikni til að vinna verkefnið og ætlast er til að nemandinn öðlist hæfni til að nýta fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð, að nemandinn læri að setja fram skoðanir sínar á faglegan hátt og taki ábyrgð á eigin námi.
    Að hafa alla jafna lokið um 80% áfanga brautarinnar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum, hugtökum og kenningum ólíkra fræðisviða
    • mikilvægi gildra rannsóknargagna og heimilda
    • ólíkum rannsóknaraðferðum
    • raunhæfri markmiðasetningu og afmörkun viðfangsefna
    • tilteknu viðfangsefni sem hann hefur valið sér
    • reglum um höfundarrétt og hugmyndum um ritstuld
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja verkefni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun
    • lesa fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • vinna úr heimildum samkvæmt viðurkenndum reglum um meðferð þeirra
    • beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefnisins s.s. uppbyggingu og framsetningu
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa hugmyndir og sýna sjálfstæði, áræðni og innsæi við útfærslu þeirra og túlkun
    • greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annarra af þekkingu, víðsýni og virðingu
    • nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
    • breyta hugmynd í afurð
    • átta sig á virði verkefnisins og menntunar sinnar fyrir samfélag og atvinnulíf
    • vera meðvitaður um styrkleika sína
    • gera raunhæfa verkáætlun og framfylgja henni
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.