Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425545242.58

    Hreyfing og heilsurækt 1
    ÍÞRÓ1HH01(31)
    97
    íþróttir
    hreyfing og heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    31
    Meginviðfangsefni áfangans er alhliða og fjölbreytt líkamsrækt. Áhersla er lögð á góða hreyfingu þar sem unnið er með kraft- og þolæfingar. Áfanginn inniheldur mismunandi þætti, s.s. knattleiki, hlaup, þrekþjálfun og sund. Efnisatriði áfangans eru: heilsurækt, upphitun, púls, þolþjálfun, þjálfunaraðferðir, kraftþjálfun, teygjuaðferðir, slökun, öndun og líkamsstaða.
    ÍÞRÓ1GL03(21)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttri líkams- og heilsurækt í formi ýmissa leikja og íþrótta
    • aðferðum til líkamsræktar í fjölbreyttu umhverfi
    • mikilvægi slökunar, öndunar og líkamsstöðu
    • heppilegri uppbyggingu hreyfingarlotu (tímaseðlagerð/æfingaráætlun).
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa af hendi fjölbreytt verkefni sem snúa að þjálfun þreks, þols og liðleika
    • meta eigið líkamsástand með mismunandi aðferðum
    • útbúa æfingaáætlun sem miðast við að auka þol og þrek
    • nota góða vinnutækni og vinnustellingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla á markvissan hátt þol sitt, styrk og liðleika ...sem er metið með... mælingum á frammistöðu nemandans á prófi
    • útfæra fjölbreytta upphitun fyrir líkams- og heilsurækt ...sem er metið með... verkefnum/prófi
    • framkvæma eigin þjálfunaráætlun sem miðar að því að auka þol og þrek ...sem er metið með... verkefnum/prófi
    • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu ...sem er metið með... verkefnum
    Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum en það byggir á stöðugri endurgjöf kennarans um frammistöðu nemandans. Meðal námsmatsþátta verða: ýmiss konar verkefni og próf sem mæla styrk, þol og liðleika nemandans. Lögð er áhersla á að nemandi haldi vel utan um skráningu á hreyfingu í nánu samráði við kennara.