Meginviðfangsefni áfangans er alhliða og fjölbreytt líkamsrækt. Áhersla er lögð á góða hreyfingu þar sem unnið er með kraft- og þolæfingar. Áfanginn inniheldur mismunandi þætti, s.s. knattleiki, hlaup, þrekþjálfun og sund. Efnisatriði áfangans eru: heilsurækt, upphitun, púls, þolþjálfun, þjálfunaraðferðir, kraftþjálfun, teygjuaðferðir, slökun, öndun og líkamsstaða.
ÍÞRÓ1GL03(21)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreyttri líkams- og heilsurækt í formi ýmissa leikja og íþrótta
leysa af hendi fjölbreytt verkefni sem snúa að þjálfun þreks, þols og liðleika
meta eigið líkamsástand með mismunandi aðferðum
útbúa æfingaáætlun sem miðast við að auka þol og þrek
nota góða vinnutækni og vinnustellingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
efla á markvissan hátt þol sitt, styrk og liðleika ...sem er metið með... mælingum á frammistöðu nemandans á prófi
útfæra fjölbreytta upphitun fyrir líkams- og heilsurækt ...sem er metið með... verkefnum/prófi
framkvæma eigin þjálfunaráætlun sem miðar að því að auka þol og þrek ...sem er metið með... verkefnum/prófi
nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu ...sem er metið með... verkefnum
Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum en það byggir á stöðugri endurgjöf kennarans um frammistöðu nemandans. Meðal námsmatsþátta verða: ýmiss konar verkefni og próf sem mæla styrk, þol og liðleika nemandans. Lögð er áhersla á að nemandi haldi vel utan um skráningu á hreyfingu í nánu samráði við kennara.