Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425814816.94

    Stafræn ljósmyndun
    LJÓS1SL05
    2
    ljósmyndun
    Stafræn ljósmyndun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum fá nemendur kennslu í grunnþáttum ljósmyndunar. Þeir læra að taka myndir á stafræna ljósmyndavél og snjallsíma. Þeir læra á stillingar myndavéla allt frá einföldum vélum og símum til flókinna myndavéla, s.s. hvernig stilla á myndavél miðað við aðstæður og myndefni og um ýmsa möguleika er varða myndbyggingu og lýsingu. Nemendur læra að vinna með ljósmyndir í tölvu með forritinu Photoshop. Nemendur kynnast verkum íslenskra og erlendra ljósmyndara og listamanna sem vinna með ljósmyndir. Eftir vinnslu við hvert verkefni er lögð áhersla á að velja myndir frá öllum nemendum sem skoða þær með það að markmiði að nemendur þjálfist í því að ræða um myndirnar og samhengi þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvernig ljósmyndir verða til með stafrænni tækni.
    • mismunandi stillingum myndavéla og snjallsíma.
    • því hvernig vinna má með ljósmyndir í tölvu.
    • því hvernig starfandi ljósmyndarar og listamenn vinna með ljósmyndir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka ljósmyndir á stafræna myndavél og snjallsíma og vinna með þær í tölvu.
    • taka mismunandi gerðir ljósmynda með þeim stillingum á myndavél eða síma sem við eiga hverju sinni.
    • velja ljósmyndir og skoða þær í samhengi og ræða um þær.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt með mismunandi ljósmyndatökur.
    • vinna með ljósmyndir í tölvu.
    • skjalfesta með ljósmyndum bæði vinnuferli við gerð myndverka sem og lokaverkin sjálf.