Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði hlutbundinnar forritunar. Einnig er farið yfir grunnatriði í skráavinnslu. Áhersla er lögð á klasa, tilvik af klösum, eigindi klasa sem og klasaföll.
TÖLV3FO05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skilgreiningu klasa með eigindum og á klasaföllum.
hlutbundnum forritum sem nota klasa.
forritum sem nota inntaks- og úttaksskrár.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
búa til forrit sem nota inntaks- og úttaksskrár.
búa til einföld hlutbundin forrit sem vinna með klasa og ákveðin tilvik af klösum.
skilgreina og útfæra eigin klasa með eigindum og klasaföllum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: