Í áfanganum er fjallað um atómið í framhaldi af EFEÐ1EE05(11). Áhersla er lögð á notkun lotukerfisins til að finna öreindafjölda atóma, rafeindaskipan og til að spá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Lagður er grunnur að skilningi á mólhugtakinu og notkun þess í tengslum við efnajöfnur. Fjallað er um leysni og leysnihugtakið og styrkur lausna fundinn á mismunandi hátt. Þrír meginflokkar efnahvarfa eru kynntir í áfanganum. Lögð er áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemenda. Nemendur skulu kynnast viðfangsefninu á sem fjölbreyttastan hátt, s.s. með sjálfstæðri verkefnavinnu, hópvinnu, notkun upplýsingatækni og verklegum æfingum.
EFEÐ1EE05(11)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu gerðum veikra og sterkra efnatengja
mólhugtakinu og notkun þess í tengslum við efnajöfnur
hugtökunum oxun og afoxun og tengslum þeirra við rafeindaflutning
hugtökunum sýru og basa og tengslum þeirra við róteindaflutning.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa úr formúlum efnasambanda og gefa einföldum efnasamböndum efnafræðiheiti
stilla efnajöfnur
nota spennuröð málma
nota pH-gildi til að skera úr um hvort efni eru súr eða basísk
reikna út og búa til lausn með ákveðnum mólstyrk.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
segja til um fjölda öreinda atóms og efnafræðilega eiginleika þess út frá lotukerfi ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófum
lýsa efnajöfnum með orðum. ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru ýmiss konar skrifleg verkefni, skýrslugerð í kjölfar verklegra æfinga og próf.