Í áfanganum er fjallað um samband hita, þrýstings og rúmmáls fyrir gastegundir. Þá er fjallað um helstu gerðir efnahvarfa og farið dýpra í magnbundna útreikninga en gert var í EFNA2AE05(21). Einnig er fjallað um ýmsa þætti tengda efnahvörfum svo sem varmabreytingar og hraða efnahvarfa. Lagður er grunnur að skilningi nemenda á jafnvægishugtakinu. Verklegar æfingar og skýrslugerð fær meira vægi en áður.
EFNA2AE05(21)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gaslögmálinu og hugmyndum um kjörgas
varmabreytingum í efnahvörfum
myndunarvarma
hraða efnahvarfa og tengslum hvarfgangs og hraðajöfnu
virkjunarorku
ytri þáttum sem hafa áhrif á jafnvægisstöðu efnahvarfa.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota gaslögmálið til að reikna rúmál, hita og þrýsting
framkvæma útreikninga tengda massahlutföllum í efnahvörfum
nota lögmál Hess til að reikna hvarfavarma
lesa úr hraðajöfnu efnahvarfa
rita jafnvægislíkingu efnahvarfs og nota hana til að reikna jafnvægisfasta eða jafnvægisstyrk.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra samband þrýstings, rúmmáls og hita fyrir kjörgas ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
útskýra hlutþrýsting og þekkja samband hlutþrýstings, mólstyrks og heildarþrýstings ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
útskýra hugtakið hvarfavarmi ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
útskýra áhrif hita, mólstyrks og hvata á hraða efnahvarfa ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
beita jafnvægislíkingunni við útreikninga ...sem er metið með... verkefnum/skýrslum/prófum
fjalla um niðurstöður tilrauna á skýrsluformi ...sem er metið með... skýrslum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta er skýrslugerð í kjölfar verklegra æfinga, mat á vinnulagi, heimadæmi, kaflapróf og lokapróf.