Fyrst verður fjallað um efnajafnvægi, jafnvægislögmálið og umhverf efnahvörf. Í áfanganum er fjallað um oxunar-/afoxunarhvörf og farið inn á svið rafefnafræðinnar. Tengja skal efni dæmum úr umhverfi nemenda og íslenskar aðstæður hafðar að leiðarljósi, s.s. álframleiðsla og ryðgun járns. Þá er fjallað nokkuð ítarlega um sýrur og basa og helstu þætti sýru-/basahvarfa. Fjallað er um leysnieiginleika salta og nemendur þjálfaðir í að nota upplýsingar um leysnimargfeldi. Skoðað er hvernig eiginleikar efna og efnaflokka eru háðir staðsetningu þeirra í lotukerfinu og í framhaldi af því fylgir dýpri umfjöllun um valin frumefni úr hópi málma og málmleysingja þar sem krafist er rannsóknar- og verkefnavinnu nemenda. Gerðar skulu auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í upplýsingaöflun, verklegum æfingum og skýrslugerð.
EFNA3GE05(31)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
oxara og afoxara í oxunar-/afoxunarhvarfi
samhengi á milli hálfhvarfa og heilhvarfa
meginreglum um oxunartölur
tengslum íspennu galvaníhlöðu og fríorkubreytingar hlöðuhvarfsins
algengum rafhlöðum
samhengi ryðmyndunar og ryðvarna við oxunar/afoxunarferlið
spennuröð málma og hugtakinu vetnislosandi málmur
hvað einkennir sýrur og basa
sýru- og basafasta
muni á daufum og römmum sýrum
hugtakinu sýrustig, pH
virkni pH-litvísa
virkni jafnalausna
jóna- og leysnimargfeldi salta.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota oxunartölur til að segja til um hvaða efni oxast og afoxast í oxunar-/afoxunarhvörfum
skrifa hlaðskema fyrir galvaníhlöðu
nota staðalspennu hálfhvarfa til að reikna staðalspennu í galvaníhlöðu
nota jöfnu Nernst
reikna pH fyrir sýrur og basa
títra sýru-/basatítrun og vinna úr niðurstöðum hennar
nota upplýsingar um leysnimargfeldi til að segja til um hvort salt er auðleyst eða torleyst
reikna mólstyrk jóna í saltlausn út frá leysnimargfeldi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lýsa rafeindaflutningi í oxunar-/afoxunarhvarfi ...sem er metið með... skýrslum/vinnulagi/heimadæmum/prófum
lýsa staðalvetnishálfhlöðu ...sem er metið með... prófum
finna tilsvarandi basa sýru og öfugt ...sem er metið með... prófum
stilla efnajöfnu með oxunartölum ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta er skýrslugerð í kjölfar verklegra æfinga, mat á vinnulagi, heimadæmi, kaflapróf og lokapróf.