Unnið er með töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim.
Lögð er áhersla á að nemendur geti á gagnrýninn hátt metið og túlkað tölfræðilegar upplýsingar.
Fjallað er um dreifingu og stærðir sem einkenna gagnasöfn.
Tekin eru fyrir helstu hugtök varðandi talningu, líkindi og líkindadreifingu.
Kynnt verður hugtakið fylgni og unnið með fylgnireikninga.
STÆR2AF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tölfræðilegum gögnum
líkindafræði og líkindadreifingu
hugtökunum úrtaki og þýði
öryggisbili þýðis
fylgni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi geti af öryggi:
unnið úr tölfræðilegum gögnum á skipulegan hátt
túlkað og metið tölfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
notað einföld líkindi til að segja fyrir um atburði, meta áhættu, velja og taka ákvarðanir
fundið öryggisbil fyrir meðaltal þýðis
fundið fylgnistuðul milli tveggja breyta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilið merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og unnið með þau
sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
greint og hagnýtt upplýsingar á öðru stærðfræðiþrepi, í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum
áttað sig á hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, hvaða svara megi vænta og geta spurt slíkra spurninga
hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu til ákvarðanatöku í sértækum verkefnum
Vinnusemi nemenda, skilaverkefnum, skyndiprófum, vinnubók, sem byggir á söfnun verkefna , umfjöllun og mati á tölfræðilegum upplýsingum og lokaprófi.