Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425926031.43

    Viðskipti og föll
    STÆR2VF05
    65
    stærðfræði
    Viðskipti og föll
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Unnið er með fjármálalæsi s.s. vexti, vaxtavexti, vísitölur, verðbólgu, laun og skatta. Farið verður í algebru og föll, hnitakerfið, jöfnu beinnar línu, svo og veldi og rætur. Nemendur kynnast fallahugtakinu. Unnið er með mengi og mengjarithátt og annars stigs jöfnur og ójöfnur í tengslum við daglegt líf. Margliður af hærra stigi kynntar.
    STÆR1AR05/STÆR1AH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • persónulegum fjármálum
    • velda- og rótarreglum
    • algengum reiknireglum og algebrubrotum
    • fyrsta og annars stigs jöfnum og ójöfnum
    • hnitareikningi m.a. jöfnu beinnar línu og fleygboga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nemanadi geti unnið af öryggi og sjálfstæði með:
    • fjármálatengd hugtök og reikniaðgerðir
    • táknmál - stærðfræðilega framsetningu viðkomandi námsefnis og túlkun táknm´ls á mæltu máli
    • rauntölur, algengar veldareglur, beitingu veldareglna
    • meðferð algebrubrota og lausn annars stigs jafna
    • hnitakerfið og tengsl falla við gröf
    • stærðfræðiforrit og vísindalegar reiknivélar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðlað henni í mæltu og rituðu máli og geta skráð lausnir skipulega
    • beitt skipulegum aðferðum og skapandi hugsun við lausnir
    • klætt verkefni í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnirnar
    • hagnýtt stærðfræðilega þekkingu t.d. til að taka fjárhagslegar ákvarðanir
    Námsmat byggist á stöðuprófum, skilaverkefnum og lokaprófi.