Í áfanganum er nánar farið í normaldreifingu og aðrar dreifingar s.s. kí-kvaðratdreifingu og unnið með tilgátuprófanir. Nemendur vinna eigin rannsókn þar sem þeir hanna spurningalista, leggja hann fyrir valið úrtak og vinna tölfræðilega úr niðurstöðum.
STÆR3TL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengustu dreifingum í tölfræði.
því hvernig nota má tölfræðipróf til að ákveða hvort hafna eigi eða samþykkja tilgátu.
því hvernig á að hanna, leggja fyrir og vinna úr tölfræðilegri rannsókn.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja tölulegar upplýsingar fram á skýran og skilmerkilegan hátt.
framkvæma tilgátupróf.
beita hjálpartækjum og forritum við lausn verkefna.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
draga tölfræðilegar ályktanir út frá tölulegum gögnum.
greina og hagnýta stærðfræðilegar upplýsingar í rituðu máli, myndrænt og í töflum.
kynna og útskýra rannsóknarniðurstöður fyrir öðrum á fjölbreyttan hátt.
geta skráð lausnir sínar skýrt og á gagnrýninn hátt, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt.
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og velja aðferð við hæfi.
hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu sína til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum.