Áfanginn er að mestu fræðilegur þar sem neðangreind atriði eru kynnt fyrir nemendum og þeim gerð grein fyrir mikilvægi þeirra. Þá er nemendum gerð grein fyrir hvernig þeir geta unnið með þessi atriði og notfært sér þau sér til heilsubótar og andlegrar upplyftingar í daglegu lífi.
Efnisatriði áfanga: Heilsuefling, heilsurækt, líkamsbeiting, líkamsstaða, vinnuaðstæður, skaðsemi ávana- og fíkniefna, fyrirbygging og meðhöndlun meiðsla, stoðkerfi líkamans, öndunar og blóðrásarkerfi, fæðuval, slökun og slökunaræfingar, skyndihjálp, snerpa, hraði, jákvæð streita, neikvæð streita, upphitun, þol, styrkur, liðleiki, og fleira.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi upphitunar fyrir árangur í íþróttum og í fyrirbygginu meiðsla
mikilvægi skyndihjálpar og meðhöndlun algengustu meiðsla
mikilvægi alhliða líkamsræktar fyrir andlega og líkamlega heilsu
mikilvægi réttrar líkamsbeitingar í daglegu lífi og við íþróttaiðkun
mikilvægi þolþjálfunar fyrir hjarta og blóðrásarkerfi í fyrirbyggingu velferðarsjúkdóma
gildi og nauðsyn heilsusamlegs fæðuvals
mikilvægi heilsusamlegs lífernis
mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota einfaldar prófanir til að meta eigið líkamsástand
útbúa æfingaáætlanir sem nýtast honum til heilsubótar og velferðar
nota góða vinnutækni og beita líkamanum rétt við leik og störf
efla á markvissan og einstaklingsbundinn hátt líkamshreysti og andlega styrk
þekkja og velja heilsusamlega fæðu
finna leiðir til að auka hreyfingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bæta stöðu sína, jafnt líkamlega sem andlega
stunda fjölbreytta líkamsrækt
framkvæma eigin þjálfáætlun sem miðar að því að auka líkamlegt þol og styrk
nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og við mat á áhrifum hennar eigin heilsu
útskýra mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu
útskýra mikilvægi mataræðis fyrir heilsu
Byggir á ástundun, verkefnavinnu og lokaverkefni. – Nánar útfært í kennsluáætlun.