Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426448139.86

    Yndislestur
    ENSK2YL05
    51
    enska
    Yndislestur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem hafa áhuga á lestri. Megináhersla er lögð á upplifun og skilning og að nemendur lesi sér til ánægju. Nemendur fá bókalista og velja sér fimm verk eftir enskumælandi höfunda. Þeir gera svo grein fyrir skáldsögunum munnlega í sérstökum viðtalstímum. Ekki er gert ráð fyrir föstum kennslustundum.
    8+ að loknum grunnskóla eða 8+ úr ENSK2HA05 eða ENSK2HA05 + ENSK2HB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaruppbyggingu þjóðfélaga þar sem enska er notuð sem móðurmál
    • ólíkum viðhorfum og gildum í þeim löndum þar sem enska er notuð og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
    • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins munnlega
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa bókmenntaverk fyrir unglinga eða á sambærilegu stigi
    • tjá sig skýrt og hnökralaust um innihald skáldsagnanna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
    • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðarnir eru tjáð, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og tjá skoðanir sínar munnlega
    • lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu texta
    • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni
    Símat – munnleg próf.