Áfangamarkmið:
Áfanginn er bóklegur, fræðilegur og verklegur – nemendur fá tækifæri til að sannprófa það bóklega/fræðilega með þátttöku í verklegum æfingum.
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna og taugakerfis og áhrif markvissrar þjálfunar á þessi líffærakerfi. Einnig verður fjallað um gerð vöðvaþráða og áhrif mismunandi þjálfunar á starfsemi þeirra.
Í áfanganum verður fjallað um þol, kraft, hraða og liðleika. - Kynntar verða prófanir ( próf ) til að mæla og meta þessa þætti. Farið verður yfir kannanir tengdar þrekþáttum. Komið er inn á tækni og tækniþjálfun íþróttamanna. Nemendur fræðast um skipulag þjálfunar íþróttamanna og mikilvægi raunhæfrar markmiðssetningar í tengslum við áætlanagerð.
Efnisatriði:
Lífeðlisfræði, efnaskipti, líffærakerfi, hraðir og hægir vöðvaþræðir, hjarta og blóðrásarkerfi, endurmyndun ATP, orkuþörf við mismunandi álag, þol, þolþjálfun, loftháð þol, loftfirrt þol, grunnþol, sérhæft þol, þjálfunaraðferðir, kraftur, kraftþjálfun, kannanir á þrekþáttum. Liðamót, aðferðir við liðleikaþjálfun, vöðvar, bandvefur, taugakerfi, hraði, hraðaþjálfun, viðbragð, hraðakraftur (snerpa), tækniþjálfun, heildaraðferð, hlutaaðferð, kannanir á hraða og liðleika, skipulag þjálfunar.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis
starfsemi lungna og öndunarkerfis
taugakerfi líkamans
vöðvakerfi líkamans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hagnýta sér aðferðir til að byggja upp og bæta þol, styrk og liðleika við þjálfun
læra æfingar og leiki sem nota má markvisst til að byggja upp þol og kraft
þekkja helstu þjálfunaraðferðir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota við styrktar-, liðleika- og þolþjálfun
nota við kraft og hraðaþjálfun
nota við tækni og tækniþjálfun
nota við markvissa skipulagningu líkamsræktar og þjálfunar
framkvæma kannanir á þrekþáttum
nýta sér upplýsingatækni við skipulag þjálfunar
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.