Áfanginn er beint framhald af SPÆN1PL05 og því er byggt ofan á þann grunn sem þar var lagður. Unnið er markvisst að því að auka færni nemenda í færniþáttunum fjórum: ritun, lesskilningi, hlustun og tali. Nemendur verði færir um að skilja algengar setningar og orðaforða sem tengist daglegu lífi og nánasta umhverfi, s.s. daglegar athafnir, áhugamál, ferðalög, matarmenningu o.fl. Nemendur læra einnig að tjá sig á einfaldan máta í ræðu og riti um fortíðina og gera plön fyrir nánustu framtíð. Haldið er áfram að flétta inn í kennsluna upplýsingum um staðhætti, menningu og samskiptavenjur í spænskumælandi löndum. Áfanginn er á hæfniþrepi A1-A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
SPÆN1BY05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
helstu grundvallaratriðum spænska málkerfisins
helstu framburðarreglum og tónfalli
helstu grundvallaratriðum í menningu og siðum spænskumælandi landa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar notaður er algengur orðaforði og talað er skýrt
skilja stutta texta með algengum orðaforða og geta unnið úr þyngri textum með því að finna þær upplýsingar sem skipta máli
afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita viðeigandi kurteisis- og málvenjum
tjá sig á einfaldan hátt í ræðu og riti um nútíð, fortíð og nánustu framtíð
nýta sér þau málfræðiatriði sem farið er í í áfanganum til að eiga einföld samskipti við aðra og tjá sig í rituðu máli
halda uppi stuttum, einföldum samræðum um kunnugleg efni
nota viðeigandi hjálpartæki til að auðvelda skilning og ritun, s.s. orðabækur og hjálpartæki á netinu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
bjarga sér á spænsku við algengar kringumstæður
skilja talað mál um kunnugleg efni
skilja megininntak lengri texta sem innihalda algengan orðaforða
Námsmat er útfrært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.