Fyrsta spurningin sem svarað verður í áfanganum er – hvað er skyndihjálp?
Áfanginn er bæði fræðilegur og verklegur og mikið verður lagt upp úr verklegum æfingum tengdum meðhöndlun sjúkra og slasaðra.
Sérstök áhersla verður á að kenna nemendum að bregðast við og meðhöndla slys og áverka sem tengjast íþróttaiðkun. Einnig verður fjallað um svo nefnd álagsmeiðsli og hvernig má minnka líkur á þeim og hvernig best er að meðhöndla slík meiðsli.
Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra og sjúkra, sækja/kalla eftir hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi).
Skyndihjálp framhald; nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hinum fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar
helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim
helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sýna rétt viðbrögð við slysum
meta ástand sjúkra og slasaðra
veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
veitt sálræna skyndihjálp
beita endurlífgun og geti notað sjálfvirkt hjartastuðtæki i neyðartilfellum
geta búið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
setja sjúklinga í læsta hliðarlegu og tryggja þannig öryggi þeirra
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.