Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi, sem á trúlega enn eftir að vaxa í framtíðinni. Tómstunda- og félagsmálafræði er ung fræðigrein þar sem fjallað er um gildi þess og þýðingu tómstundir og tómstundastarf sé hluti af lífinu allt frá vöggu til grafar. Í áfanganum verður horft á tómstundastarf í sinni víðustu mynd, bæði úti og inni, tengt náttúru, umhverfi og samfélagi. Í tómstundastarfi með börnum og unglingum er nauðsynlegt að þekkja til forvarna sem snúa að ávana- og fíkniefnum og eins verður kynnt fyrir nemendum hvernig gott og heilbrigt tómstunda- og íþróttastarf dregur úr líkunum á að ungmenni leiðist út í notkun slíkra efna. Markmiðið er að nemendur öðlast heildarsýn yfir þá starfsemi sem fram fer í tómstundum barna, ungmenna og aldraðra og það menningar- og uppeldishlutverk sem tómstundastarf gegnir í lífi fólks.
Sérstök áhersla verður lögð á að kynna það tómstundastarf sem í boði er í nærumhverfi skólans og er markmiðið að nemendur fái að taka þátt í því á einn eða annan hátt. Meðal annars kynnast nemendur starfi björgunarsveitar, skátafélags, skotfélags, skákfélags, briddsfélags og síðast en ekki síst kynnast þeir fjölbreyttu starfi og uppbyggingu íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu.
Í áfanganum fá nemendur m.a. fræðslu um notkun áttavita, fræðslu og þjálfun í meðferð skotvopna, læra undirstöðuatriðin í bridds, læra nokkra skátahnúta, rifja upp mannganginn og fl..
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tómstundafræði samtímans í tengslum við íslenskt samfélag
sögulegri þróun tómstundastarfs á landsbyggðinni
helstu rannsóknum á tómstundastarfi
aðferðum sem koma að notum í tengslum við forvarnir í tómstundastarfi
mikilvægi tómstundastarfs til að stuðla að vellíðan, félagslegum þroska og jákvæðum viðhorfum til samferðafólksins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla upplýsinga er tengjast rannsóknum á tómstundum og setja í fræðilegt samhengi
afla upplýsinga um tómstundir og tómstundastarf og nýta þær í hagnýtum verkefnum
beita orðræðunni um tómstundir á ýmis viðfangsefni og á vettvangi
miðla fræðilegu efni í ræðu og riti
afla upplýsinga um tómstundir og tómstundastarf fyrr og nú og bera saman og nýta upplýsingarnar í hagnýtum verkefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja mat á hagnýtar aðferðir sem henta við margvíslegar aðstæður í tómstundastarfi
tengja rannsóknarniðurstöður við tómstundastarf á vettvangi
beita grundvallaraðferðum í forvörnum og eineltismálum
taka þátt í rökræðum um tómstundastarf
meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.