Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426674879.35

    Myndbygging, teikning og málun
    MYNL3TS10(AV)
    9
    myndlist
    myndsköpun, skissugerð, teikning
    Samþykkt af skóla
    3
    10
    AV
    Áfanginn miðar að því að nemandinn hljóti þjálfun á flestum sviðum sem lúta að teikningu og málun. Nemandinn lærir að beita teikningu og málun sem tjáningarmiðli með mismunandi teikni- og málunaraðferðum. Hann vinnur markvisst með efni og aðferðir og ýmsa efnismiðla og verkfæri. Nemandinn skoðar möguleika hverskonar þróunarvinnu og forvinnu fyrir frekari útfærslu á myndverki. Hann er þjálfaður í hugmyndavinnu, skissugerð og uppbyggingu tvívíðra myndlistarverka í formi og lit. Reynt er að auka skilning og dýpka tilfinningu nemandans fyrir samspili lita og forma í myndbyggingu og kynna honum merkingar- og táknfræði í meðferð lita og forma. Myndgreining er samofin náminu í þessum áfanga. Nemandinn velur verk þekktra listamanna eða hönnuða til skoðunar með tilliti til myndbyggingar, notkunar lita og stílbrigða. Samhliða vinnu áfangans eru reglulegar umræður þar sem nemandinn kynnir verk sín og tekur þátt í opinni umræðu um eigin verk og annarra á uppbyggilegan hátt.
    MYNL2FF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi efnum og aðferðum í málun og teikningu
    • tæknilegum þáttum tengdum teikningu, áhöldum og málverki
    • hvernig hægt er að ná ólíkum áhrifum með ólíkum efnum og aðferðum
    • litablöndun og litasamsetningum og fagorðum tengdum þeim
    • táknfræði lita, forma og lína og hvaða áhrif hún hefur á útkomu myndverks
    • markvissri þróunarvinnu í sköpunarferlinu og hve mikilvægur góður undirbúningur er fyrir vinnslu myndverka
    • forsendum mismunandi myndbyggingar og hve mikil áhrif myndbygging hefur á útkomu myndverks
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með hugmyndir, skissur og teikningar sem listrænan tjáningarmáta
    • nota teikningu sem upplýsandi og listrænan frásagnarmáta
    • nota form, ljós, skugga og áferð í teikningu og málun
    • beita mismunandi efnismiðlum og áhöldum í sköpun skissa og myndverka
    • beita litum á fjölbreyttan og tjáningarríkan hátt
    • byggja upp myndir í formi, lit og efnisáferð á mismunandi og skapandi máta
    • beita ólíkum áhöldum og vinna með mismunandi og ólíkar málunaraðferðir
    • formgreina myndir og fjalla um þær á greinargóðan hátt út frá sjónrænum forsendum myndbyggingar
    • útfæra og setja fram verkefni sín á frumlegan, skapandi og skipulegan máta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér mismunandi aðferðir við hugmyndavinnu í sköpunarferli
    • nýta táknfræði til að greina hvaða möguleg áhrif samsetning lita og forma getur haft á myndverk
    • nýta mismunandi aðferðir í teikningu og málun í myndverki
    • skapa myndverk með markvissu þróunarferli
    • tjá sig um eigin verk og annarra út frá sjónrænum forsendum myndbyggingar
    • beita gagnrýnni hugsun og endurskoða verk sín með það að markmiði að gera betur
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.