Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426682946.6

    Vigrar, hornaföll og rúmfræði
    STÆR2CC05
    64
    stærðfræði
    Vigrar og hornaföll
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfansefni áfangans eru rúmfræði í tveimur víddum og hornaföll. Efnisþættir sem teknir verða fyrir eru: Vigrar, einingarhringurinn og skilgreining hornafalla, hornafallajöfnur, gröf hornafalla, þríhyrningar, keilusnið og almenn jafna línu.
    STÆR2AF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Skilgreiningu á vigrum í sléttum fleti, eiginleikum þeirra og aðgerðum sem beitt er á þá.
    • Skilgreiningu hornafalla út frá punkti á einingarhring og umritunarreglum hornafalla.
    • Hornafræði þríhyrninga, sínusreglunni, kósínusreglunni og reglu til að reikna flatarmál þríhyrnings út frá tveimur hliðum og horninu á milli þeirra.
    • Keilusniðum, jöfnum þeirra og rúmfræðilegum eiginleikum.
    • Almennri jöfnu línu, ofanvarpi á línu og fjarlægð frá línu.
    • Hornafallajöfnum, gröfum hornafalla og ólíkum mælieiningum fyrir horn.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita helstu reiknireglum vigurreiknings, s.s. að finna hnit vigra, lengd þeirra, innfeldi tveggja vigra og horn milli vigra.
    • Beita hornaföllum til lausnar á ýmsum verkefnum.
    • Reikna út hliðarlengdir, horn og flatarmál þríhyrninga.
    • Leysa ýmis verkefni tengd keilusniðum.
    • Leysa hornafallajöfnur.
    • Breyta gráðum í bogamál og öfugt.
    • Finna útslag, lotu og hliðrun hornafalla, teikna gröf þeirra og lesa úr gröfum.
    • Leiða út stærðfræðilegar sannanir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Velja þær aðferðir sem eiga við hverju sinni við lausn verkefnis, beita þeim skipulega og rétt, rökstyðja aðferðir sínar og túlka lausnina.
    • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.
    • Fylgja röksemdafærslum í mæltu máli og texta og skilja þær.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.