Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426694211.08

    Líkamsbeiting og skapandi hugsun
    LEIK2LB05
    9
    leiklist
    Líkamsbeiting
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum eru kenndar aðferðir til að styrkja líkamsvitund og og raddbeitingu nemenda með verklegum æfingum. Gerðar eru æfingar til að efla áræði og skapandi hugsun. Frásagnarlist er þjálfuð og sögur útfærðar með aðferðum spuna. Grunnatriði í sviðsbardagalist þjálfuð sem nemendur nýta í sviðsetningu á stuttum atriðum. Nemendur sviðsetja og leika stuttar senur úr leikritum eftir samtímahöfunda. Vettvangsferðir í menningarstofnanir og skyldumæting á leiksýningar.
    LEIK1GR05 (LEI1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eigin líkamsbeitingu.
    • möguleikum raddar sinnar.
    • mikilvægi skapandi hugsunar.
    • mikilvægi þess að að láta eigin rödd heyrast.
    • líkamlega áhættu í sviðsátökum.
    • mikilvægi samvinnu og samstarfs.
    • persónusköpun.
    • sviðsetningu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita eigin líkama og rödd.
    • skapandi hugsun við leik.
    • mikilvægi þess að að láta eigin rödd heyrast.
    • þekkja áhættuþætti í sviðsátökum.
    • mikilvægi samvinnu og samstarfs.
    • móta persónur í leikhúsi.
    • sviðsetja verk.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma fram af öryggi. Námsmat: leiðsagnarmat.
    • koma hugsunum sínum í verk. Námsmat: verkefnamat og leiðsagnarmat.
    • setja sig í annarra spor. Námsmat: símat, frammistöðumat.
    • nýta hugmyndir annarra til sköpunar. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat.
    • móta persónu í leikverki. Námsmat: frammistöðumat og verkefnamat.
    • nota aðferðir sviðsbardagalista. Námsmat: frammistöðumat.
    • sviðsetja stutt atriði. Námsmat: verkefnamat og jafningjamat.
    Símat, byggt á mætingu virkni og þátttöku í tímum, verkefnamat, próf.