Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426759045.88

    Jarðfræði Íslands
    JARÐ2IJ05
    34
    jarðfræði
    bergtegundir og greining steinda, eldstöðvar og eldstöðvakerfi, eldvirkni, innræn og útræn öfl, jarðfræði íslands
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður fjallað um jarðfræði Íslands. Áhrif innrænna og útrænna afla á landmótun verða skoðuð. Fjallað verður um sérstöðu landsins vegna legu þess á flekaskilum og áhrifa frá heita reitnum undir landinu. Jarðskorpuhreyfingar og afleiðingar þeirra verða skoðaðar. Fjallað verður um mismunandi eldstöðvar. Útrænum öflum og áhrifum þeirra á landmótun verða gerð sérstök skil. Þá verða mismunandi bergtegundir skoðaðar, bæði storkuberg og ummyndunarsteindir. Nemendur fá þjálfun í að greina algengar bergtegundir.
    INGA1NA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • landreki, drifkrafti þess og eldvirkni
    • mismunandi eldvirkni og þeim þáttum sem hafa áhrif á virknina hverju sinni
    • myndun og þróun Íslands
    • mismunandi kvikugerðum og mismunandi gerðum eldgosa
    • jarðskjálftum og mismunandi gerðum jarðskjálftabylgna
    • helstu eldstöðvakerfum landsins
    • helstu roföflum, ferlum þeirra og ummerkjum á landinu
    • myndun steinda og bergs
    • helstu steindum, bæði í storkubergi og í ummynduðu bergi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita jarðfræðilegum hugtökum og kenningum á greinargóðan og skilmerkilegan hátt
    • staðsetja jarðfræðifyrirbrigði á landinu og geta útskýrt samhengi þeirra við jarðfræðiöflin
    • greina steindir og bergtegundir og útskýra myndunarferli þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á uppbyggingu jarðlagastafla og rekja myndunarsögu út frá afstöðu jarðlaga ...sem er metið með... verkefnavinnu og vettvangsferðum
    • lesa í umhverfi sitt, draga ályktanir, flokka, sundurgreina og tengja fyrirbæri við jarðfræðilegt samhengi ...sem er metið með... verkefnavinnu og vettvangsferðum
    • fjalla um viðfangsefni jarðfræðinnar á rökrænan og upplýstan hátt ...sem er metið með... verkefnavinnu og vettvangsferðum
    • tengja saman mismunandi kvikugerðir, storkunarstað og bergtegundir ...sem er metið með... verkefnavinnu og vettvangsferðum
    • gera sér grein fyrir notagildi og mikilvægi jarðfræðinnar í daglegu lífi ...sem er metið með... verkefnavinnu
    • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð í upplýsingaöflun, mati, úrvinnslu og framsetningu gagna ...sem er metið með... verkefnavinnu
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Munnlegt og skriflegt lokamat.