Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426762975.75

    Fjölbreyttir textar og málnotkun
    DANS2SS05
    34
    danska
    skilningur, sérhæfing, tjáning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að auka orðaforða með lestri fjölbreyttra texta, bæði textum er tengjast líðandi stund og eldri bókmenntum. Lögð er áhersla á aukna færni í málnotkun og málfræði.
    DANS2ST05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi gerðum texta, almennum sem og sérhæfðum
    • mismunandi lestraraðferðum: leitarlestri, yfirlitslestri og nákvæmnislestri
    • dönsku tal- og ritmáli
    • danskri málfræði og málnotkun
    • helstu framburðarreglum og reglum ritmáls
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota mismunandi lestraraðferðir
    • skilja danskt talað mál í myndefni, svo sem fréttir og myndtexta
    • geta tjáð sig eðlilega á dönsku bæði á tal- og ritmáli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa sér til gagn og gamans bæði dagblöð, tímarit og bókmenntir
    • eiga samskipti við Norðurlandabúa
    • kynnast betur hefðum og venjum danskrar menningar
    • bjarga sér á dönsku í dönsku samfélagi
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.