Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Heildun, diffurjöfnur.
Heildun, diffurjöfnur.
Í áfanganum verður farið í heildun, hagnýtingu heildunar við að reikna flatarmál og rúmmál, diffurjöfnur, þrepun, runur og raðir
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- heildun
- fyrsta stigs diffurjöfnum
- þrepasönnun
- runum sérstaklega mismuna og kvótarunum
- röðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- finna stofnföll
- beita hlutheildun, innsetningaraðferð og stofnbrotsliðun
- reikna ákveðin heildi og finna flatarmál og rúmmál með heildun
- leysa mismunandi gerðir fyrsta stigs diffurjafna
- nota þrepun til að sanna reglur
- vinna með mismuna og kvótarunur
- beita stærðfræðilegri framsetningu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
- velja þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt
- skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
- fylgja röksemdafærslum og skilja þær
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá