Í áfanganum er fjallað um vefsíðugerð og helstu undirstöðuatriði vefforritunar. Áherslusvið áfangans eru meðal annars HTML ritun, CSS stílsíður, Javascript, SQL og PHP. Hver þessara þátta er tekinn sérstaklega fyrir og sýnt er hvernig samspil þeirra stuðlar að vandaðri framsetningu vefsíðna sem á að tryggja nemendum góða undirstöðu í algengum verkefnum vefforritunar. Í þessum áfanga eru einnig grunnatriði vefforritunar kynnt með notkun þekktra forritunarmála og notkun gagnagrunna. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda.
Að hafa lokið a.m.k. 5 einingum í ensku og 5 einingum í stærðfræði á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum í HTML, CSS, JavaScript, PHP og gagnagrunnum
forritun
muninum á server vs client side programming
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota JavaScript til að búa til einfalda viðmótsvirkni
nota PHP til að gera einfaldar dýnamískar síður
nota helstu skipanir í SQL
nota helstu hjálpartól
nota HTML og CSS til að búa til vefsíðu
lesa HTML kóða í vefsíðu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa til HTML síðu á réttan hátt
forrita viðmót
stíla vefsíður á einfaldan hátt með CSS
keyra JavaScript á vefsíðu
nýta lágmarksfjölda skipana til að leysa verkefni
búa til einfaldar fyrirspurnir í gagnagrunn
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.