Helstu umfjöllunarefni áfangans eru geðheilbrigði, geðrækt og algengustu flokkar geðrænna raskana. Fjallað verður um orsakir þeirra, tíðni, einkenni og meðferðarúrræði. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili líkamlegra og andlegra þátta í tengslum við geðheilbrigði og þróun geðraskana. Nemendur kynnast leiðum til að verjast streitu og taka á afleiðingum hennar. Leitast verður við að draga úr ranghugmyndum og fordómum um fólk með geðraskanir. Áhersla á að auka víðsýni nemanda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
SÁLF2SF05 eða sambærilegur áfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum og kenningum sálfræði sem tengjast einstaklingsmun og frávikshegðun
geðröskunum, orsökum þeirra, einkennum og afleiðingum
leiðum til að draga úr kvíða og streitu og til að viðhalda góðri geðheilsu
geðheilbrigðiskerfinu
aðstæðum fólks með geðraskanir
staðalímyndum tengdum geðröskunum og fordómum gagnvart fólki með geðraskanir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
velja milli kenninga og aðferða við lausn verkefna
miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
vinna sjálfstætt og með samnemendum að því að kynna sér, draga saman og kynna fyrir öðrum sálfræðilega umfjöllun um geðraskanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla upplýsinga, greina þær og setja í samhengi
nýta fræðilegan texta á íslensku og á erlendu tungumáli
leita að upplýsingum, leggja mat á þær og greina mikilvægustu atriði þeirra
nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
móta eigin aðstæður með það að markmiði að stuðla að geðheilbrigði
vekja aðra til umhugsunar um aðstæður fólks með geðraskanir og vinna gegn fordómum gagnvart þeim
setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.