Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427189570.49

    Félagsfræði þróunarlanda
    FÉLA3SÞ05
    24
    félagsfræði
    efnahagur, misskipting auðs, stjórnmál þróunarlanda, þróunarsamvinna
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í áfanganum er fjallað um mismunandi hugmyndir um skiptingu heimsins í þróuð lönd og vanþróuð. Farið er í mismunandi hugmyndir sem búa að baki hugtökum yfir þróunarlönd, t.d. þriðji heimurinn og suðrið. Sérstök umfjöllun er um efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg einkenni þróunarlanda og orsakir og afleiðingar misskiptingar auðs. Einnig er fjallað um stríðsástand og stöðu flóttamanna. Kenningar um orsakir vanþróunar og hugmyndafræði sem þær byggja á eru skoðaðar. Fjallað er um þróunarsamvinnu, sérstaklega verkefni þar sem íslenskar stofnanir hafa komið við sögu. Áhersla á margbreytileika þróunarlanda.
    FÉLA2FA05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orsökum fátæktar og vanþróunar
    • kenningum, rannsóknaraðferðum og viðfangsefnum greinarinnar
    • hugtökum sem tengjast þróunarmálum
    • mikilvægi þróunarsamvinnu og vandamálum sem tengjast henni
    • stöðu fátækra ríkja í heiminum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lýsa breytingum sem orðið hafa á stöðu ýmissa þróunarlanda á síðustu áratugum
    • leita upplýsinga um málefni þróunarlanda á gagnrýninn hátt og setja í fræðilegt samhengi
    • tengja einstök viðfangsefni lífi í nútímasamfélagi
    • vinna með heimildir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á mismunandi útskýringar og kenningar um stöðu þróunarlanda
    • miðla þekkingu sinni og skoðunum í umræðu á rökvísan hátt
    • taka gagnrýna afstöðu til aðferða í þróunarsamvinnu
    • bera saman mismunandi aðferðir þróunarsamvinnu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.