Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427190664.59

    Félags- og persónuleikasálfræði
    SÁLF3FR05(AV)
    19
    sálfræði
    félagssálfræði, persónueinkenni, rannsóknir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Fjallað er um félagssálfræði og helstu viðfangsefni hennar, m.a. staðalmyndir, fordóma, viðhorf, aðdráttarafl o.fl.. Jafnframt er fjallað um áhrif félagslegs umhverfis á hegðun, t.d. á hegðun stórra hópa, hjálpsemi og hlýðni við yfirvöld. Auk umfjöllunar um viðfangsefni félagssálfræði er fjallað um persónuleikasálfræði og það sem helst er vitað um einstaklingsmun. Áhersla er lögð á þjálfun vinnubragða hvað varðar sálfræðilegar rannsóknir og að nemendur geti sett niðurstöður rannsókna fram með skipulegum hætti í rannsóknarskýrslu.
    SÁLF2SÞ05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum og kenningum sálfræði sem tengjast einstaklingsmun og persónueinkennum
    • mótun og breytingu viðhorfa
    • staðalmyndum og fordómum
    • áhrifum félagslegra aðstæðna á hegðun, s.s. hjálpsemi og hlýðni
    • framkvæmd sálfræðilegra rannsókna og skipulegri framsetningu niðurstaðna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
    • vinna úr niðurstöðum sem aflað er með rannsókn
    • setja niðurstöður tilrauna og rannsókna fram með skipulegum hætti í skýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga, leggja mat á þær, greina og setja í samhengi
    • nýta fræðilegan texta á íslensku og á erlendu tungumáli
    • afla gagna með því að framkvæma rannsókn
    • skipuleggja og framkvæma rannsóknir
    • setja niðurstöður rannsókna fram með skýrum og skipulegum hætti
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.