gerð viðskiptaáætlana, markaðsfræði, samvinna, sköpun
Samþykkt af skóla
3
5
AV
Í áfanganum er lögð áhersla á sköpun og virka þátttöku nemanda. Hann þekki aðferðir til að koma auga á viðskiptatækifæri og gert einfalda viðskiptaáætlun. Nemandinn stofnar, rekur og lokar fyrirtæki sem byggist á eigin viðskiptahugmynd og kynnist mikilvægi góðs undirbúnings og fjölbreyttra verkþátta við rekstur fyrirtækis. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta, að hver einstaklingur fái að njóta sín og finna hvernig hæfileikar hans nýtast best.
Að hafa lokið 25 einingum á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróun viðskiptahugmyndar
mikilvægi góðrar undirbúningsvinnu og skipulags
ferlinu við að stofna og reka lítið fyrirtæki
mikilvægi stjórnunar
markmiðasetningu og hversu mikilvægt er að setja sér markmið
einfaldri markaðsáætlun, að koma vöru/þjónustu á framfæri
mikilvægi ímyndar vöru og fyrirtækis
samvinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta
félagslegri og samfélagslegri ábyrgð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
miðla sínum skoðunum og hlusta á skoðanir annarra
ræða viðfangsefni á málefnalegan hátt
skipuleggja vinnu sína fram í tímann og setja sér markmið
stunda sjálfstæð vinnubrögð endurtekning, kemur fram að neðan
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera markaðs- og viðskiptaáætlun
koma vöru í framleiðslu og sölu
sýna ábyrgð og frumkvæði við vinnu sína
vinna með ólíku fólki
stofna og reka lítið fyrirtæki
tileinka sér víðsýni og faglega ígrundun í samvinnu
hlusta óhlutdrægt á gagnrýni og ráðgjöf
tileinka sér gagnrýna hugsun við frumkvöðlastarf og fyrirtækjarekstur
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.