Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem tjáning verður höfð að leiðarljósi. Áhersla er á að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun tjáskiptaleiða sem henta hverjum og einum. Farið verður í fjölbreytt viðfangsefni, s.s. umræður í litlum og/eða stórum hópum, framsagnarverkefni, hugtakaverkefni og fjölbreytt verkefni sem stuðla að því að styrkja sjálfstraust nemenda. Megin áhersla verður á að nemandinn viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem hann býr nú þegar að.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
samskiptaleið sem hentar honum
skoðunar- og/eða tjáningarfrelsi
mikilvægi þess að láta skoðanir sínar í ljós og hlusta á sjónarmið annarra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig fyrir framan nemendahópinn
taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
leggja mat á eigin verkefni og/eða frammistöðu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera meðvitaður um styrkleika sína
spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
virða skoðanir annarra
virða almennar samskiptareglur
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.