Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427292030.07

    Myndveruleikinn
    FJÖL3MV05
    8
    fjölmiðlafræði
    Myndveruleikinn
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um þróun grafískrar miðlunar, myndveruleika nútímans og það myndræna áreiti sem er hvarvetna í kring um okkur. Áhersla er á lesa í myndmálið og kanna hvaða áhrif myndir hafa á einstaklinga og samfélag.
    FJÖL2FS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðum fjölmiðlafræðinnar, sérstaklega þeirri byltingu sem myndvæðingin er
    • sögu grafískrar miðlunar, frá hellaristum til internetsins
    • myndinni sem slíkri, uppbyggingu hennar, t.d. í ljósmynd eða málverki
    • helstu áhrifaþáttum myndmálsins, þ.e. hvernig það virkar á áhorfendur
    • einum þætti myndmálsins sérstaklega, s.s. auglýsingum, málverkum eða kvikmyndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með helstu grunnhugtök myndgreiningar
    • afla upplýsinga um myndmiðla og greina þá á fræðilegan hátt
    • geta sett fram helstu niðurstöður á skiljanlegan og markvissan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um myndir og myndefni á gagnrýninn og fræðilegan máta í ræðu og riti
    • greina og túlka myndir og setja þær í félagslegt og sögulegt samhengi
    • setja fram helstu niðurstöður sínar á skiljanlegan og markvissan hátt
    • útskýra og rökstyðja á skýran hátt í ræðu og riti
    • deila þekkingu sinni með öðrum
    • vera meðvitaður og gagnrýninn á áhrif fjölmiðla á eigin ímynd og lífssýn
    Umræður, rannsóknir og athuganir nemenda, lokaverkefni og opinber kynning eða birting á því.