Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427364193.48

    Kynjamannfræði
    KYFR3KM05
    1
    Kynjafræði
    kynjafræði, mannfræði, átakafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er unnið í anda mannfræðinnar með áherslu á femíníska mannfræði. Helstu hugtök fræðigreinarinnar mannfræði eru skoðuð í nútímasamfélagi og í sögulegu ljósi. Lögð er áhersla á menningu og áhrif hennar á stöðu kynjanna. Einnig er þróun femínískrar mannfræði skoðuð.
    KYFR2IK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum og kenningum í mannfræði
    • menningarmannfræði og aðferðum hennar við rannsóknir
    • stöðu kvenna og karla í tengslum við menningu
    • mismunandi birtingarmyndum kynjanna út frá áhrifum menningar
    • rannsóknum mannfræðinga á stöðu kynjanna á Íslandi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • horfa á heiminn og stöðu kynjanna út frá aðferðafræði mannfræðinnar
    • beita gagnrýninni hugsun, virkri hlustun og eigin tjáningu í rökræðum
    • lesa fræðitexta í mannfræði
    • tjá sig í ræðu og riti á skipulagðan og gagnrýninn hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á áhrifum menningar á kyn og kyngerfi
    • vera gagnrýninn og ábyrgur þátttakandi í fjölmenningarsamfélagi
    • gera sér grein fyrir hvernig hann hefur áhrif á samfélagið
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Lokamat byggir á stærra verkefni nemenda.