Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427880448.68

    Átjánda öld til nútímans
    SAGA2ÁN05
    40
    saga
    mannkynssaga frá 1750 til nútímans
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Umfjöllunarefni þessa áfanga er innan tímabils sem kennt er við nútíma, frá upplýsingaöld til líðandi stundar. Einstakir þættir svo sem lífskjör, menning, hugmyndir og stjórnmál verða sérstaklega teknir til umfjöllunar til þess að tengja sögulega þróun þeirra við núverandi menningu og samfélög á vesturlöndum. Leitast verður eftir því að tengja þessa umfjöllun við íslenskt samfélag til þess að nemendur öðlist skilning og yfirsýn á því hvernig söguleg þróun hefur mótað þann veruleika sem þau búa við í dag. Lögð verður áhersla á að vinna með gagnrýna hugsun nemenda gagnvart sögulegum heimildum og gefa þeim tækifæri til þess að vinna sjálfstætt með þær heimildir eftir viðurkenndum aðferðum.
    5 fein. í sögu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sérvöldum tímabilum nútímasögunnar með tilliti til einstakra sviða hennar svo sem: menningar, hugarfars, stjórnmála, einstaklinga, samfélags, tækni og vísinda
    • stöðu Íslands í samhengi við sögulega þróun Vesturlanda
    • gildi fjölbreyttra sjónarhorna og heimilda við ritun um söguleg viðfangsefni
    • aðferðum og reglum sem gilda um heimildaritgerðarsmíð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda
    • vinna samkvæmt reglum um gerð heimildaritgerða
    • lesa og túlka texta, kort, töflur, gröf og myndir frá mismunandi tímaskeiðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma og sjá tengsl þeirra við nútíma
    • leita að, greina og meta mismunandi sjónarmið um söguleg málefni
    • vinna með sögulegar heimildir og leggja á þær gagnrýnið mat
    • greina og móta sitt eigið álit á afmörkuðu sögulegu málefni eftir mismunandi heimildum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.