Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427921333.2

    Inngangur að félagsvísindum
    FÉLV1IF05
    8
    félagsvísindi
    inngangur að félagsvísindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er inngangur að félagsvísindum. Efni hans er kynning á félagsvísindum og sjónarhorni þeirra á hina ýmsu þætti samfélagsins. Kynnt verða grundvallarorð og hugtök félagsvísinda og rýnt í þýðingu þeirra og notkun í fræðilegu samhengi. Leitast verður við að nota upplifun, reynslu og skilning nemenda á grundvallar þáttum samfélagsins til samanburðar við sjónarhorn félagsvísinda. Miðað er að því að dýpka skilning nemenda á samspili hegðunar og hugarfars einstaklinga við uppbyggingu ólíkra samfélagsgerða og alþjóðasamskipta. Fjallað verður um samverkandi áhrif samfélagslegra þátta á borð við þjóðerni, menningu, fjölskyldu, menntun, starfshætti og trú. Lögð er áhersla á að nemendur rökræði stöðu sína sem þátttakendur í samfélaginu, réttindi, skyldur og gildismat þar sem dregin er fram ábyrgð á eigin gerðum. Markmiðið er að nemendur átti sig á gildi umburðarlyndis og virðingar fyrir mismunandi lífsgildum og ólíkri afstöðu fólks til álitamála.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjónarhorni, einkennum og aðferðum félagsvísinda
    • helstu innviðum samfélagsins, s.s. fjölskyldu, vinnumarkaði, stjórnkerfi og menningu
    • hvernig samfélagið mótar einstaklinginn og hvernig einstaklingurinn mótar samfélagið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra grunnhugtök félagsvísinda, s.s. fjölmenningu, jafnrétti, lýðræði og staðalmyndir o.fl.
    • setja fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg samfélagsleg málefni og geta rökrætt þær
    • undirbúa málflutning og færa rök fyrir skoðunum sínum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja þær fræðihugmyndir og hugtök sem fjallað er um í áfanganum við einstök dæmi úr raunveruleikanum
    • vegið og metið skoðanir og upplýsingar og brugðist við þeim á fordómalausan hátt með rökstuðningi
    • geta útskýrt með dæmum margbreytileika mannlífsins og ólíkan bakgrunn fólks
    • komið þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum og markvissum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.