Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427922145.83

    Félags- og fjölmiðlafræði
    FÉLA2SF05
    32
    félagsfræði
    fjölmiðlafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um tilurð og tilgang fjölmiðla í samfélaginu. Reifaðar eru kenningar og rannsóknir um áhrifamátt fjölmiðla og þátt þeirra í félagsmótun einstaklinga. Fjallað er um hvern fjölmiðlaflokk fyrir sig, blöð og tímarit, ljósvakamiðla og netmiðla með sérstöku tilliti til fréttaflutnings í nútímasamfélagi og meðhöndlun þeirra á upplýsingum. Áfanganum er ætlað að auka skilning nemenda á fjölmiðlum í heild sinni og áhrifum þeirra til þess að þeir geti myndað sér rökstuddar skoðanir á upplýsingum sem fjölmiðlar birta.
    Fimm fein. í félagsvísindum á 1. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölmiðlum samfélagsins og þeim öflum sem móta þá
    • sérstöðu hvers fjölmiðlaflokks fyrir sig og hvað þeir eiga sameiginlegt
    • kenningum um áhrif fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga
    • hvernig fréttir berast til fjölmiðla og hvernig starfsfólk á fréttastofum vinnur úr upplýsingum sem valdar eru til birtingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • túlka margvíslegar kannanir á notkun og efni fjölmiðla
    • greina á milli hlutlægs og hlutdrægs fréttaflutnings
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • mynda sér rökstudda skoðun á upplýsingum sem birtist í fjölmiðlum
    • notfæra sér fjölmiðla til upplýsingaöflunar á gagnrýninn hátt
    • mynda sér rökstudda skoðun á vægi og áhrif fjölmiðla innan samfélagsins
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.