Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427980789.02

    Málnotkun og íslensk málsaga
    ÍSLE2RM05
    50
    íslenska
    málfræði, ritun, stafsetning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er mikil áhersla lögð á lestur og tjáningu í ræðu og riti. Fjallað verður um sögu íslensks máls, skyldleika við önnur tungumál og helstu hljóð- og málbreytingar íslenskunnar. Nemendur nota grunnhugtök bókmenntafræði til að greina texta frá ýmsum tímum og huga að stíl og stílbrigðum. Lesnar verða smásögur og bókmenntatextar frá ýmsum tímum og fjallað um þá. Nemendur eru þjálfaðir í setningafræði, greinarmerkjasetningu og stafsetningu eftir því sem þörf krefur. Kenndur er frágangur ritaðs máls og notkun hjálpargagna. Þjálfun í tjáningu verður markviss og áhersla er lögð á framsögn við ýmiss konar tækifæri.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunnhugtökum í ritgerðasmíð
    • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
    • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta ásamt grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • upplýsingatækni sem nýtist honum í ritun og notkun ýmissa hjálpargagna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
    • að skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
    • að flytja af öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málefnum
    • að nota bókmenntahugtök á ýmsa texta
    • að nota upplýsingatækni markvisst við frágang ritsmíða
    • nýta hin ýmsu tölvuforrit og hjálpargögn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna tilbrigði í málnotkun
    • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.