Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428325907.41

    Málnotkun og tjáning 2
    ENSK2TM05
    53
    enska
    menning, tjáning og skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áhersla er lögð á fjölbreytta málnotkun og að auka skilning nemenda á talaðri og ritaðri ensku. Þeir verða þjálfaðir í að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur lesa fjölbreytta texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Unnið verður með málefni líðandi stundar, kvikmyndir, heimildamyndir, bókmenntir o.fl. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að stærri verkefnum sem fela í sér upplýsingaöflun svo sem ritgerðum og kynningum á þematengdu efni. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í námi.
    Fimm fein. í ensku á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni
    • fjölbreyttum orðaforða sem gerir honum kleift að takast á við áframhaldandi nám
    • rithefðum sem við eiga í textasmíð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreyttar gerðir texta, s.s. fræðitexta, fréttir, tímaritsgreinar og bókmenntir
    • hlusta á mismunandi texta um fjölbreytt málefni
    • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga hverju sinni
    • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, fyrirlestra, fræðigreinar og annað flóknara efni
    • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
    • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
    • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.