Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428329660.67

    Jarðfræði Íslands og kortalestur
    JARÐ2JK05
    17
    jarðfræði
    Jarðfræði Íslands og kortalestur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á samspili innrænna og útrænna afla sem móta Jörðina. Fræðileg umfjöllun greinarinnar verður tengd við þau ummerki sem hvarvetna eru sýnileg í landslaginu í kringum okkur og þannig reynt að skapa áhuga og skilning á umhverfinu og notagildi jarðfræðiþekkingar í leik og starfi. Nemendur læra hversvegna og hvernig eldvirkni, jarðskjálftavirkni og jarðhitavirkni dreifist um Jörðina. Eldvirkni og jarðskjálftavirkni á Íslandi er skoðuð með gleraugum fræðigreinarinnar en einnig út frá því hvað ber að varast. Farið er í muninn á lág- og háhitasvæðum, mismunandi nýtingarmöguleika, mengunarhættu og sjálfbærni jarðhitakerfa. Einnig tengsl vatnsorkuvinnslu og vatnabúskap landsins við þróun jökla, veðurfar og landmótun. Nemendur læra um orkuauðlindir Íslands, nýtingu orkugjafa, umhverfisáhrif og endurnýjanleika. Við verkefnavinnu er lögð áhersla á að nemendur kynnist mismunandi tegundum korta og loftmynda, læri að lesa þau og skilja. Jafnframt að nemendur læri að lesa íslenskt landslag út frá jarðfræðilegum fyrirbrigðum og einkennum landmótunar.
    5 einingar í náttúrufræði á 1. eða 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum jarðfræðinnar
    • uppbyggingu Jarðar og tengsl við innri varma
    • flekakenningunni og hvernig hún útskýrir mismunandi virkni og landslag á Jörðinni
    • dreifingu á jarðhitasvæðum landsins, eiginleikum þeirra og nýtingu
    • dreifingu á eldvirkni landsins, helstu gerðum eldfjalla og eldgosa
    • vatnafar, veðurfar og landmótun útrænna afla á Íslandi
    • mismunandi tegundum korta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa í landslag á Íslandi, túlka og útskýra hvaða innrænu og útrænu öfl hafa verið að verki
    • lesa í jarðhita á Íslandi, túlka og útskýra dreifingu og notkun lág- og háhitasvæða
    • spá fyrir um hegðun eldgosa á Íslandi
    • spá fyrir um hegðun jarðskjálfta á Íslandi
    • lesa og útskýra upplýsingar af mismunandi tegundum korta og/eða loftmynda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hversvegna og hvernig eldvirkni, jarðskjálftavirkni og jarðhitavirkni dreifist um Jörðina
    • skilja hvar og hvernig eldvirkni og jarðskjálftavirkni á Íslandi er viðsjárverð og hvað ber að varast í því sambandi
    • skilja muninn á lág- og háhitasvæðum, mismunandi nýtingarmöguleikum, mengunarhættu og sjálfbærni jarðhitakerfa
    • skilja tengsl vatnsorkuvinnslu og vatnabúskap landsins við þróun jökla, veðurfar og landmótun
    • geta nýtt sér mismunandi kort og miðla við upplýsingaöflun um jarðfræðileg fyrirbrigði
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.