Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428337090.66

    Eiginleikar lífvera
    LÍFF2EL05
    25
    líffræði
    almenn líffræði, eiginleikar lífvera
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um aðferðafræði raunvísinda, uppruna lífvísinda og fjölbreytileiki þeirra. Uppbygging lífheimsins er skoðuð; bygging og hlutverk lífrænna efna, frumulíffæra, frumna, vefja, líffæra og helstu líffærakerfa. Nemendur læra um grunnstarfsemi lífvera, ljóstillífun og önnur mikilvæg grunnefnaskipti. Einnig er fjallað um frumuskiptingu, æxlun og helstu kenningar erfðafræðinnar. Farið er yfir grundvallaratriði varðandi flokkun lífvera og nafngiftakerfi og helstu hópar lífvera kynntir nánar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á umhverfi sínu og tengslum líffræðinnar við daglegt líf auk þess að undirbúa þá undir frekara nám í náttúrufræðigreinum.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum, sérkennum og aðferðafræði líffræðinnar
    • eiginleikum og hlutverki helstu efna líkamans, lífrænum og ólífrænum
    • byggingu og starfsemi fruma, líffæra og líffærakerfa
    • grunnstarfsemi lífvera og efnahvörfum þeirra, t.d. ljóstillífun og frumuöndun
    • helstu kenningum og grunnhugtökum um erfðir og þróun
    • helstu einkennum mismunandi lífvera og flokkun þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum líffræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • tjá sig um líffræðileg málefni á skýran og ábyrgan hátt
    • lesa einfaldar líffræðilegar upplýsingar úr máli og myndum frá mismunandi miðlum
    • skoða og greina lífverur í náttúrunni
    • beita vísindalegum aðferðum og verklagi við líffræðilegar athuganir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvað einkennir lífverur og einstaka lífveruhópa
    • skilja hvernig líkami lífvera starfar
    • taka þátt í umræðum um líffræðileg málefni daglegs lífs á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
    • taka ábyrga afstöðu um eigin velferð með tilliti til einfaldra líffræðilegra þátta
    • afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.