Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428337286.01

    Lífeðlisfræði
    LÍFF2LE05
    26
    líffræði
    lífeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er gerð grein fyrir grunninntaki lífeðlisfræði og fjallað almennt um líkamsstarfsemi lífvera með megináherslu á lífeðlisfræði mannslíkamans. Skoðuð er innri starfsemi frumna og hlutverk frumulíffæra skilgreind. Fjallað er um boðflutning um bæði hormónakerfið og taugakerfið. Blóðrás og önnur flutningskerfi eru einnig skoðuð sem og varnarkerfi, úrgangslosunarkerfi, næringarnám og melting. Farið er í stoðkerfi og hreyfingu, skynjun, æxlun og fósturþroskun. Fjallað er um hvert líffærakerfi fyrir sig með megináherslu á byggingu þeirra og virkni í mannslíkamanum, einnig eru þau borin saman við líffærakerfa annarra lífvera eftir því sem við á. Fjallað er um heilbrigða starfsemi líkamans sem og algeng frávik eða sjúkdóma. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á starfsemi eigin líkama og geti tekið frekari ábyrgð á lifnaðarháttum sínum og viðhaldið heilbrigði sínu . Auk þess að tengja lífeðlisfræðina daglegu lífi nemenda eru þeir undirbúnir fyrir frekara nám í lífeðlisfræði og skyldum greinum.
    5 einingar á 2. þrepi í líffræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frumulífeðlisfræði
    • eðli taugaboða og starfsemi taugakerfis
    • eðli hormóna og starfsemi innkirtlakerfis
    • uppbyggingu, hlutverki, virkni og stjórnun mismunandi líffærakerfa
    • samhæfingu og stjórnun líffærakerfa
    • mismunandi skynfærum
    • varnarkerfum mannslíkamans
    • úrgangslosun og efnastjórn
    • æxlunarkerfi og fósturþroska
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum lífeðlisfræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • lesa lífeðlisfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • beita einföldum lífeðlisfræðilegum rannsóknaraðferðum
    • beita einföldum líffræðilegum aðferðum í verklegum æfingum og vinna skýrslur úr þeim
    • afla sér áreiðanlegra heimilda frá ýmsum mismunandi miðlum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á einfaldar lífeðlisfræðilegar upplýsingar daglegs lífs á gagnrýninn hátt
    • tjá sig um lífeðlisfræðileg málefni daglegs lífs á skýran og ábyrgan hátt
    • meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans
    • tengja niðurstöður úr lífeðlisfræðilegum athugunum við fræðin og draga ályktanir af þeim
    • afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræði
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.