Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428353622.41

    Föll og ferlar
    STÆR2FF05
    71
    stærðfræði
    Föll og ferlar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið verður yfir: Breytur, föll og ferla. Línur, fleygboga, lograföll og vísisföll. Rúmfræði og hornafræði. Hornaföll. Notkun forrita og töflureiknis við lausn stærðfræðilegra verkefna.
    Grunnskólapróf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og 1. og 2. stigs jöfnum
    • grunnatriðum töflureiknis og stærðfræðiforrits
    • beinum línum, fleygbogum og skurðpunktum grafa
    • fallhugtakinu, formengi falls og bakmengi
    • margliðum; þáttun, núllstöðvum
    • hornaföllum
    • rúmfræði og hornafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lýsa sambandi tveggja breyta á myndrænan hátt
    • nota forrit til að leysa ýmis reikningsleg viðfangsefni
    • leysa 1. og 2. stigs jöfnur
    • lýsa raunverulegum fyrirbrigðum með notkun falla
    • leysa rúmfræðileg viðfangsefni
    • meðhöndla hornaföll
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega með viðeigandi hætti
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu viðfangsefna um föll og ferla
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi um föll og ferla í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka sem notuð eru í útreikningum um föll og ferla
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.