Helstu atriði fyrri áfanga eru rifjuð upp og áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu, siðum og samskiptavenjum þýskumælandi landa. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Nemendur þjálfast m.a. í tjá sig um liðna atburði, tjá skoðun sína á einfaldan hátt, bjarga sér í verslunum og spyrja og vísa til vegar.
5 fein. í þýsku á 1. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
helstu grundvallarþáttum þýska málkerfisins
þýskumælandi löndum og fengið aukna innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðanna
einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt, t.d. einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli, uppástungur og stuttar frásagnir
skilja einfalda texta af ýmsu tagi í nútíð og þátíð og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
geta tjáð sig á einfaldan hátt, sagt einfalda sögu og lýst liðnum atburðum og reynslu
skrifa stutta texta í nútíð og þátíð, svo sem einföld persónuleg bréf, skilaboð, boðskort, leiðarlýsingar og samtöl
skrifa einfaldan texta um efni sem hann þekkir og greina frá liðnum atburðum
nýta sér ýmis hjálpargögn í þýskunáminu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja talað mál um kunnugleg efni
skilja meginatriði texta sem innihalda algengan orðaforða, m.a. á netinu, í blöðum og tímaritum
tjá sig munnlega við tilteknar aðstæður í samskiptum og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
skrifa einfalda texta um málefni og atburði byggða á persónulegri og ímyndaðri reynslu
bjarga sér sem ferðamaður í þýskumælandi umhverfi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.