Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428920172.33

    Kenningar og aðferðafræði
    FÉLA2FA05(AV)
    35
    félagsfræði
    aðferðafræði, frumkvöðlar, félagsleg lagskipting, kenningar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í áfanganum er fjallað um nokkra helstu frumkvöðla félagsfræðinnar, helstu kenningar í félagsfræði og samfélagið skoðað í ljósi þeirra. Einnig er fjallað um mannleg samskipti, frávik og afbrot, félagslega lagskiptingu, kynhlutverk o.fl. Áhersla er lögð á að nemandinn öðlist dýpri skilning á hugtökum en áður, setji þau í fræðilegt samhengi og tengi við umhverfi og reynsluheim sinn. Nemandinn er þjálfaður í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélagslegum málefnum, sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.
    FÉLA1MS05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frumkvöðlum félagsfræðinnar og helstu kenningum þeirrra
    • rannsóknaraðferðum í félagsfræði
    • félagslegri lagskiptingu, frávikum, kynhlutverkum, sjálfsmynd o.fl.
    • táknrænum samskiptum
    • áhrifum fjölmiðla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita félagsfræðikenningum til að skoða samfélagsleg málefni
    • beita félagsfræðilegu innsæi
    • nota aðferðir félagsfræðinnar
    • fjalla um og bera saman kenningar félagsfræðinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á gagnrýninn hátt um ýmis samfélagsleg málefni
    • taka þátt í umræðum og mynda sér skoðanir sem byggja á gagnrýninni hugsun
    • afla upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta
    • framkvæma einfalda rannsókn og átta sig á helstu niðurstöðum
    • taka ábyrgð á námi sínu og vinna í samvinnu við aðra
    • hagnýta Netið til að afla sér upplýsinga
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.