Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428920410.75

    Mannkynssaga frá frönsku byltingunni til samtímans
    SAGA2SÍ05(AV)
    44
    saga
    kapítalismi í kreppu og stríði, sjálfstæðisbaráttan á Íslandi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Þessi áfangi spannar það skeið sem kennt er við nútíma, frá frönsku byltingunni til líðandi stundar. Þetta eru tímar tæknibreytinga, hugsjóna og hagsmuna sem hafa leitt til kjarabóta, velmegunar og menningarauka en einnig stórstyrjalda og hörmunga á 20. öld. Í áfanganum verða teknir til umfjöllunar nokkrir valdir efnisflokkar, t.d. hversdagslíf og hugmyndastefnur á 19. öld, tilraunir manna til að breyta heiminum og lífsskilyrðum sínum til hins betra. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda og auka víðsýni hans.
    SAGA1NM05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tímabilaskiptingu menningarsögunnar frá upphafi til nútímans
    • helstu hugtökum og persónum sem tengjast þeim viðfangsefnum sem fjallað verður um í áfanganum
    • tegundum heimilda og helstu vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun
    • samhengi sögunnar og hvernig fortíðin birtist okkur og lifir í nútíðinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með heimildir
    • tjá sig um viðfangsefni menningarsögunnar
    • vinna jafnt sjálfstætt og með öðrum að viðfangsefnum
    • nota ólík miðlunarform til að koma þekkingu sinni á framfæri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma og sjá tengsl þeirra við nútímann
    • tjá sig um menningarsöguleg álitamál
    • deila þekkingu sinni með öðrum
    • sýna frumkvæði og skapandi hugsun
    • beita gagnrýninni hugsun á viðfangsefni sögunnar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.