Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428923768.83

    Raunvísindaval
    RAUN1LÍ05
    3
    Raungreinar
    Líffræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Viðfangsefni áfangans er kynning á einkennum líffræði sem vísindagreinar og tengsl hennar við aðrar greinar. Fjallað er um hugmyndir um uppruna lífs á jörðu, lífræn byggingarefni og efnaskipti lífvera, byggingu og starfsemi frumunnar, lífheiminn og flokkun lífvera með áherslu á plöntur og dýr, svo og um grunnatriði erfðafræði og vistfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum, sérkennum og aðferðafræði líffræðinnar
    • vægi greinarinnar í innlendu og alþjóðlegu samhengi
    • efni líkamans, byggingu og starfsemi frumna
    • grunnstarfsemi lífvera
    • flokkun lífvera í ríki og fylkingar
    • helstu kenningum um erfðir og þróun
    • grundvallaratriðum vistfræði og tengslum hennar við sjálfbærni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum fræðigreinarinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • tjá sig um líffræðileg málefni samfélagsins á skýran og ábyrgan hátt
    • lesa einfaldar líf- og efnafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • skoða og greina algengustu lífverur í náttúru Íslands
    • leitast við að lifa með sjálfbærni að leiðarljósi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja gróft mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt
    • taka ábyrga afstöðu um eigin velferð og áhrif sín á umhverfið með tilliti til einfaldra líffræðilegra þátta
    • afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum daglegs lífs
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.