Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428935573.94

    Inngangur að nútíma heimspeki
    HEIM2NH05
    14
    heimspeki
    Verufræði, siðfræði, stjórnspeki, þekkingarfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SB
    Áfanginn er kynning á nútíma heimspeki, nokkrum helstu undirgreinum hennar og heimspekilegri aðferð. Setja skal efni og aðferðir í samhengi við nútíma samfélag; skýra skal undirliggjandi heimspekilegar hugmyndir og nota heimspeki til að gagnrýna viðteknar hugmyndir. Fengist er við verund heimsins og mannsins (verufræði), hvað sé þekking og hvernig hún verði höndluð (þekkingarfræði), sérstöðu og fjölbreytni vísinda (vísindaheimspeki), um hvað sé rétt og um tilgang (siðfræði), hvaða hugmyndir móti nútíma samfélag og ríki (stjórnspeki). Nemendur skulu þjálfast í heimspekilegri samræðu og íhugun og fá leiðbeiningu um hvernig hún getur farið fram formlega og óformlega. Nemendur kynnist heimspekihefðinni aðallega í gegnum nútíma heimspeki. Áfanginn skal vekja meðvitund um aðrar heimspekihefðir en þá vestrænu bæði hvað varðar kenningar og aðferðir
    50 einingar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • á nokkrum nútíma kenningum í verufræði
    • þekkingarfræði
    • vísindaheimspeki
    • siðfræði og stjórnspeki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • íhuga um heimspekileg viðfangsefni
    • ræða um heimspekileg viðfangsefni
    • skrifa um heimspekileg viðfangsefni
    • lesa um heimspekileg viðfangsefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fást við grundvallarspurningar í fræðilegu, persónulegu og samfélaglegu samhengi
    • komast að niðurstöðu, höndlað óræðni og andstæðar skoðanir og að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum
    Skal vera fjölbreytt og skal athuga þekkingu á heimspeki kenningum, getu til að fást við óræðar spurningar og löng verkefni