Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429185870.16

    Hreyfifræði, bein og vöðvar
    LÍFF3VB05
    25
    líffræði
    bein, hreyfingarfræði, líffærafræði, vöðvar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er bóklegur, fræðilegur og verklegur - fjallað er um starfsemi mannslíkamans með áherslu á bein og vöðva. Sérstök áhersla verður lögð á þau líffæri og líffærakerfi sem tengjast hreyfingum mannslíkamans. Fjallað er um bein, bönd og liðamót, liðfleti og liðpoka. Einnig um hreyfingu í liðamótum og stefnu hreyfinga. Fjallað er um einstaka vöðva, upptök þeirra, festu og starf. Fjallað er um hugtök og grundvallaratriði hreyfifræðinnar og komið inn á tækni íþróttagreina. Áfanginn byggir að stórum hluta á starfrænni hreyfifræði, þ.e. hvernig vöðvar, bein og liðamót líkamans koma við sögu í fjölbreyttum hreyfingum. Nemendur gera æfingar með og án áhalda til að auka skilning sinn á því hvernig ákveðnar hreyfingar myndast í íþróttum. Enn fremur er fjallað um rétta lyftitækni, starfsstellingar og hreyfingar við vinnu.
    Líffræði á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu vöðvum og vöðvahópum líkamans
    • hlutverki beinagrindar og hreyfingum helstu liðamóta
    • beinum, böndum og liðamótum líkamans
    • helstu lögmálum hreyfifræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja helstu vöðva líkamans, upptök þeirra og festu
    • þekkja helstu bein líkamans, heiti þeirra og staðsetningu
    • þekkja liðgerðir og hreyfingar þeirra
    • vinna með helstu hreyfifræðilögmálin
    • beita réttri lyftitækni
    • nota réttar starfsstellingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta greint hreyfingu helstu vöðva líkamans út frá upptökum og festu þeirra
    • geta greint frá staðsetningu og heitum helstu beina líkamans
    • geta notað hreyfifræðilögmál til að skýra út ýmsar hreyfingar
    • geta greint vöðvavinnu í ákveðnum æfingum
    • geta greint muninn á réttri og rangri líkamsbeitingu
    Er sett fram í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá