Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429186722.29

    Íþróttasálfræði
    SÁLF3ÍS03
    27
    sálfræði
    Íþróttasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Í áfanganum verður farið í grunnþætti íþróttasálfræðinnar og hvernig íþróttamaðurinn getur hagnýtt sér hana á ýmsa lund sér til eflingar og framdráttar í sinni íþróttaiðkun. Skoðuð verða ýmis áreiti sem áhrif hafa á afreksgetu íþróttamanna. Ennfremur fjallar áfanginn um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Skoðað verður hvernig vinna má með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur. Fjallað verður um muninn á einstaklings- og hópíþróttum og farið í áhrif félagslegra þátta á íþróttamanninn. Efnisatriði: Íþróttasálfræði, hvatning, íþróttaleiðtoginn/þjálfarinn, skynjun og viðbragðsþjálfun, andlegt ástand, spennustilling, slökun, íþróttir og greind, hugræn þjálfun, hópastarf, keppni eða ekki keppni.
    5 einingar í sálfræði á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu áreitum sem herja á íþróttamenn
    • þeim þáttum sem mynda sjálfsmynd íþróttamannsins
    • mikilvægi hvatningar í íþróttum
    • mikilvægi sálfræðiþekkingar í íþróttaiðkun og þjálfun
    • helstu kenningum sálfræði sem tengjast íþróttaþjálfun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna markvisst með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins
    • beita aðferðum til að draga úr keppnisspennu og streitu tengdri keppni og íþróttaiðkun
    • nota þekkingu á sálfræði til að greina vandamál sem koma upp í íþróttaiðkun
    • vinna með sálfræðikenningar sem tengjast íþróttum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • minnka eða auka spennustig íþróttamanna í æfingu og leik
    • hvetja iðkendur til dáða og fá þá til að leggja sig fram eftir mætti í leik og starfi
    • greina aðstæður þar sem hægt er að beita sálfræðikenningum
    • rökræða gildi sálfræði fyrir íþróttaiðkun og þjálfun
    • útskýra mikilvægi sálfræði fyrir íþróttaiðkun og þjálfun
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.