Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429352559.88

    Skyndihjálp
    SKYN2GR02
    4
    skyndihjálp
    Grunnnámskeið
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Áfanginn fjallar um rétt viðbrögð á slysstað, skoðun og mat. Fjallað er um endurlífgun og sagt frá helstu tegundum blæðinga, losti og viðbrögðum við lostástandi. Farið er yfir helstu tegundir sára, umbúðir og sárabindi. Sagt er frá bruna og orsökum hans, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Helstu höfuð-, háls- og hryggáverkum eru gerð skil ásamt brjóst-, kvið- og mjaðmaáverkum. Einnig er farið í beina-, liðamóta- og vöðvaáverka. Kennd er spelkun vegna útlimaáverka. Fjallað er um bráðasjúkdóma, eitranir, bit og stungur. Sagt er frá viðbrögum við kali og ofkælingu og háska af völdum hita. Gerð er grein fyrir björgun og flutningi einstaklinga af slysstað.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeirri hugmyndafræði sem skyndihjálp byggir á.
    • dauðadái og endurlífgun.
    • losti og viðbrögðum við því.
    • helstu tegundum sára og viðbrögðum við þeim.
    • mati á brunasárum.
    • helstu höfuð-, háls-, hryggjar-, brjóst-, kvið-, mjaðma-, beina-, liðamóta- og vöðvaáverkum.
    • skyndihjálp við bráðum sjúkdómum.
    • helstu forvörnum gegn kali, ofkælingu og ofhitnun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma skoðun og mat á slösuðum einstaklingum.
    • bregðast við yfirvofandi lostástandi.
    • bregðast rétt við dauðadái.
    • bregðast rétt við bruna.
    • bregðast rétt við helstu höfuð-, háls-, hryggjar-, brjóst-, kvið-, mjaðma-, beina-, liðamóta- og vöðvaáverkum.
    • spelka brot/tognanir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hjálpa slösuðum og/eða bráðveikum einstaklingum þar til hjálp fagfólks tekur við sem metið er með munnlegum spurningum.
    • endurlífga slasaða úr dauðadái sem metið er með verklegum æfingum.
    • hlúa að slösuðum í losti sem metið er með munnlegum spurningum.
    • búa um helstu tegundir blæðinga og sára sem metið er með munnlegum spurningum og/eða verklegum æfingum.
    • meta og veita fyrstu hjálp varðandi brunasár sem metið er með munnlegum spurningum.
    • meta og veita fyrstu hjálp við helstu höfuð-, háls-, hryggjar-, brjóst-, kvið-, mjaðma-, beina-, liðamóta- og vöðvaáverkum sem metið er með munnlegum spurningum og/eða verklegum æfingum.
    • meta og veita fyrstu hjálp við kali, ofkælingu og ofhitnun sem metið er með munnlegum spurningum.
    Áfanginn byggir á verklegum æfingum og virkni nemenda í tímum og eftir atvikum skriflegum verkefnum.